We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Beinbringur og Snarandi

from RUSI by ÍKORNI

/

about

Að vera með beinbring og snaranda: Vera lasinn, finna til slappleika, finna fyrir ónotum.

lyrics

Ótrauð ryður sína leið
- að verða ei á vegi hennar er nú vandi -
og hún virðist ávallt greið
Alveg er það merkilegur fjandi
Árans lægðin djúp og breið
Og fylgisveinar hennar Beinbringur og Snarandi


Sá er yrkir þetta hrat
finnst það algjörlega óþolandi
og frekar mikið prump og frat
að eiga í þessu ógnarstjórnar sambandi
þá loks hann er nú allsgáður, nokkuð staðfastur og velvakandi

Smýgur gegnum rúm gjörvallt
Þó að allt sé klætt með stáli og brandi
gráþunnt loftið verður kalt
jafnvel þó að hún sé eldspúandi
og nú umlykur hún allt
og fylgisveinar hennar Beinbringur og Snarandi

Sá er þreytir þetta lag
Þykir óhæft, jafnvel óverjandi
Að eirðarstund án hennar sé svo tilfallandi

En kannski hún hlífi mér í dag
taki hatt sinn, flytji brott af landi
Og finni sér eitthvað annað fag
og þá eitthvað meira sjálfstætt og skapandi

credits

from RUSI, released May 22, 2022
Lag og texti: Stefán Örn Gunnalugsson
Söngur, hljóðfæraleikur, útsetningar, upptökur og hljóðblöndun: Stefán Örn Gunnlaugsson.
Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios

license

all rights reserved

tags

about

ÍKORNI Reykjavík, Iceland

Stefan Örn Gunnlaugsson started playing various instruments and compose by the age of 9. Number of bands and projects later, he released his first solo album by the name Íkorni in 2013. Íkorni was subsequently nominated as “Album of the Year” in Iceland by the Icelandic Music Awards Academy. Stefán also received recognition and nomination for “producer of the year” and “lyricist of the year”. ... more

contact / help

Contact ÍKORNI

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like ÍKORNI, you may also like: