We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

RUSI

by ÍKORNI

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Sonetta 04:58
Sonetta Vigdís Klara Stefánsdóttir frá Fitjum Minn hugur flýgur heim í dalinn fríða Ég heilsa skógarrunna, læk og steinum. Ég heyri vorblæ leika létt í greinum og læt mig dreyma um friðsæld horfna tíða. Ég sigli í anda um álftavatnið bjarta. Frá ánni heyri ég djúpa fossaniðinn. En ekki truflar óður þeirra friðinn sem yfir dalnum býr í mínu hjarta. Það er svo gott að geta stundum flúið til gæfudalsins þar sem ástin bíður hrein sem mjöllin eftir æskuvini. En sumir fá þar alli ævi búið í ástardraumi meðan tíminn líður og fölna loks í fögru aftanskini.
2.
Ótrauð ryður sína leið - að verða ei á vegi hennar er nú vandi - og hún virðist ávallt greið Alveg er það merkilegur fjandi Árans lægðin djúp og breið Og fylgisveinar hennar Beinbringur og Snarandi Sá er yrkir þetta hrat finnst það algjörlega óþolandi og frekar mikið prump og frat að eiga í þessu ógnarstjórnar sambandi þá loks hann er nú allsgáður, nokkuð staðfastur og velvakandi Smýgur gegnum rúm gjörvallt Þó að allt sé klætt með stáli og brandi gráþunnt loftið verður kalt jafnvel þó að hún sé eldspúandi og nú umlykur hún allt og fylgisveinar hennar Beinbringur og Snarandi Sá er þreytir þetta lag Þykir óhæft, jafnvel óverjandi Að eirðarstund án hennar sé svo tilfallandi En kannski hún hlífi mér í dag taki hatt sinn, flytji brott af landi Og finni sér eitthvað annað fag og þá eitthvað meira sjálfstætt og skapandi
3.
Rís á lofti hátt þinn helgidómur skær og faðminn opnar himins friður. vakir nóttin hljóð mitt hjarta taktfakt slær nú varnarmúrar molna niður. Glitrar heimurinn um stund nýir draumar færast nær snerta kinnar eins og mjúkur vindur augum ljós úr fjarska leið virtist lengi aldrei fær loksins örugg leiðir mig af stað Hér er allt sem þurfum við hér er allt sem þurfum við runnið saman. Tíminn án hiks látlaus líður lymskulegur hegnir þeim sem bíður. Í sólríkum sígrænum lundi senn mun ég fagna okkar fundi.
4.
Nú, hvaða hvaða? Hvað er með þennan feikna ógnar hraða? Þú sem hefur á öxlum mig borið. Ekki færast okkur fjær. Því þú færir nýjar vonir. Tja, jamm og jæja? Þessi snúningur mætti á sér hægja jafnvel lengja þá indæla vorið Komdu ofurlítið nær Því þú fæðir af þér nýjar vonir. Nú skal huga sinn upp hert hætt loks þessu kjökri. Leggja skal á láðið bert landíbus með jökri. Er komið kaffi? Því ég nenni ei lengur þessu norpi. Tökum enn einn leik í lífsins larpi. Komdu ofurlítið nær. Og við elskumst í vonarvarpi.
5.
Brennur í eldi silfur á bergi þá vorsins þrár tipla sér á tá augu glitra og roðna hvarmar lífið nú leikur við hvern fingur og hjörtu mætast. Úr gnauðarómi á vorsins vængjum loks dansar sólin á fjalla brún. gyllir tinda og blíðar vonir blika þínar misgjörðir fyrirgefur og draumar rætast.

about

Platan er tileinkuð föður mínum, Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni heitnum.
RUSI er fimmta plata ÍKORNA. Platan inniheldur 5 lög í þjóðlaga stíl. Lögin eru samin að mestu af Stefáni Erni Gunnlaugssyni.
Upptökur fóru fram í Stúdío Bambus 2020 - 2022
///
RUSI is IKORNI´s 5th release and includes 5 new folk songs. Songs are written by Stefán Örn Gunnlaugsson.
Recorded in Studio Bambus, Iceland, 2020 - 2022.

credits

released May 22, 2022

Málverk / Painting: Gunnlaugur Stefán Gíslason
Ljósmyndun málverks / Painting Photo: Adam Murtomaa
Upptökustjórn, útsetningar, hljóðfæraleikur og hljóðblöndun / Arranged, played and mixed by: Stefán Örn Gunnlaugsson
Hljómjöfnun / Mastering: Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios
Söngur og Bakraddir í laginu Runnið saman: Ragnheiður Gröndal.
Söngur í Runnið saman: VALA (Valdís Eiríksdóttir)
Söngur í Hjörtu mætast: VALA og Védís Hervör
Texti í laginu Sonetta: Vigdís Klara Stefánsdóttir
Texti í laginu Runnið saman: Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson
Lög samin af / Songs written by: Stefán Örn Gunnlaugsson

INNILEGAR ÞAKKIR FÁ: Mamma og pabbi, Vigdís Klara dóttir mín, Andrés Bróðir, Ragnheiður Gröndal, Adam Murtomaa, Vala Eiríks, Védís Hervör.og Sigurdór Guðmundsson.

ÍKORNI hlaut styrk frá STEF fyrir hluta af kostnaði framleiðslu plötunnar.

license

all rights reserved

tags

about

ÍKORNI Reykjavík, Iceland

Stefan Örn Gunnlaugsson started playing various instruments and compose by the age of 9. Number of bands and projects later, he released his first solo album by the name Íkorni in 2013. Íkorni was subsequently nominated as “Album of the Year” in Iceland by the Icelandic Music Awards Academy. Stefán also received recognition and nomination for “producer of the year” and “lyricist of the year”. ... more

contact / help

Contact ÍKORNI

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like ÍKORNI, you may also like: